Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið á Kristinn Veigar Sigurðsson, fjögurra ára, í Keflavík á föstudag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags.
Farið var með manninn til dómara í Hafnarfirði í dag. Hann var hulinn teppi þegar hann var leiddur út af lögreglustöðinni í Keflavík. Víkurfréttir segja að maðurinn sé útlendingur og hefur eftir lögreglu að ákoma sé á bifreið hans sem geti passað við ákeyrsluna.
Lögreglan hefur einnig talað við fjölda vitna.