Erlent

Castro ætlar að sitja áfram sem forseti

Óli Tynes skrifar
Fidel Castro.
Fidel Castro.

Fidel Castro er í framboði til þings í kosningum sem fram fara áKúbu í janúar. Það þykir benda til þess að hann ætli ekki að gefa upp forsetaembættið þrátt fyrir heilsuleysi sitt.

Castro sem er áttatíu og eins árs gamall afhenti bróður sínum Raul tímabundið völd í landinu fyrir sextán mánuðum, áður en hann gekkst undir áhættusama skurðaðgerð. Síðan hefur hann ekki sést opinberlega.

Hinsvegar hefur hann ritað greinar í blöð og tekið á móti nokkrum vildarvinum. Eins og Hugo Chavez, forseta Venesúela. Til þess að halda formlega völdum á Kúbu verður Castro að eiga sæti á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×