Stefán Gíslason lék allan leikinn fyrir Bröndby sem gerði 1-1 jafntefli við FC Kaupmannahöfn á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Þá vann AGF sinn fyrsta heimaleikjasigur á leiktíðinni er liðið bar 2-0 sigurorð af Midtjylland. Kári Árnason lék allan leikinn fyrir AGF.
AaB vann Lyngby, 5-3, í sömu deild í dag og þá gerðu Nordsjælland og OB 3-3 jafntefli.
AaB komst með sigrinum eitt á topp deildarinnar en liðið er með 36 stig. FCK er í öðru sæti með 34 stig.
Bröndby er í níunda sæti með 21 stig og AGF í því tíunda með átján stig.