Sport

Hatton og De la Hoya á Wembley?

Gulldrengurinn er sagður til í að mæta Hatton
Gulldrengurinn er sagður til í að mæta Hatton NordicPhotos/GettyImages

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton er þegar kominn í viðræður við Oscar de la Hoya um að koma á risabardaga þeirra á milli á Wembley leikvanginum í Lundúnum á næsta ári. Bardaginn gæti slegið öll aðsóknarmet og trekkt að um 80,000 áhorfendur.

Bardaginn myndi fara fram óháð því hvernig viðureign Hatton og Mayweather í Las Vegas fer um næstu helgi. "Möguleikarnir á því að þetta geti gerst eru mjög góðir," sagði lögmaður breska hnefaleikarans.

"Við eigum gott samband við De la Hoya og hans menn og við höfum þegar rætt þennan möguleika við þá. Þetta yrði auðvitað fullkominn staðsetning til að berjast og við gætum verið að tala um ríflega 80,000 manns á bardaganum. Oscar hefur unnið allt sem hægt er að vinna nema slá aðsóknarmetið og það gæti hann gert ef hann mætti Ricky í London," sagði lögmaður Hatton.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×