Viðskipti erlent

Óvænt stýrivaxtalækkun í Bretlandi

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, gjóar augum til Gordons Brown, forsætisráðherra landsins. Bankinn lækkaði stýrivexti óvænt í dag um fjórðung úr prósenti.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, gjóar augum til Gordons Brown, forsætisráðherra landsins. Bankinn lækkaði stýrivexti óvænt í dag um fjórðung úr prósenti. Mynd/AFP

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði óvænt stýrivexti í dag um 25 punkta og verða stýrivextir því eftirleiðis 5,5 prósent. Flestir fjármálasérfræðingar höfðu reiknað með því að bankinn myndi halda vöxtunum óbreyttum en höfðu í æ ríkari mæli hallast að því síðustu daga að bankinn myndi lækka þá í skugga fjármálakreppu og ótta við að dregið gæti úr einkaneyslu í stað þess að halda þeim óbreyttum og sporna gegn því að verðbólga aukist frekar.

Þá spilar lækkun á fasteignaverði í Bretlandi inn í ákvörðuna auk þess sem óttast er að vanskil á fasteignalánum þar í landi gætu aukist vegna hás vaxtastigs, að sögn fréttastofu Associated Press.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×