Sport

Mikið fjör á vigtuninni í Vegas

Bernard Hopkins (tv) lætur Joe Calzaghe heyra það
Bernard Hopkins (tv) lætur Joe Calzaghe heyra það NordicPhotos/GettyImages

Ricky Hatton og Floyd Mayewather voru ekki einu mennirnir sem fönguðu sviðsljósið þegar þeir vigtuðu sig fyrir bardaga ársins í Las Vegas í nótt. Þar voru tveir aðrir frægir kappar sem tókust á.

Hatton og Mayweather notuðu tækifærið og stungu saman nefjum og rifu kjaft við hvor annan í síðasta skipti á vigtuninni, en þeir náðu báðir vigt með sóma - Mayweather mældist um kílói þyngri.

Athyglin fór þó óvænt af þeim félögum í augnablik á blaðamannafundinum stóra, þar sem tveir aðrir hnefaleikarar skiptust á yfirlýsingum og munu líklega há langþráð einvígi í kjölfarið.

Þetta vöru bandaríski "Böðullinn" Bernard Hopkins og hinn velski Joe Calzaghe. Hopkins hefur í mörg ár forðast að mæta Calzaghe, en gaf í gær velyrði fyrir því að mæta honum í Bandaríkjunum eftir að Walesverjinn æsti hann upp og gerði hann reiðan.

"Ég læt ekki einhvern hvítan pjakk sigra mig," sagði Hopkins æstur þegar Calzaghe minnti hann á töpin hans tvö fyrir Jermain Tayolor.

Calzaghe hefur ekki tapað bardaga á ferlinum, en þeir félagar stugguðu hvor við öðrum á blaðamannafundinum þar sem Calzaghe var mættur til að styðja við bakið á vini sínum Ricky Hatton.

Bardagi Hatton og Mayweather fer fram í nótt og verður sýndur beint á Sýn.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×