Viðskipti erlent

Laura Ashley kaupir í Moss Bros

Fyrirsæta í fötum frá Moss Bros. Breska kvenfatafyrirtækið Laura Ashley hefur keypt hlut í verslun Moss Bros.
Fyrirsæta í fötum frá Moss Bros. Breska kvenfatafyrirtækið Laura Ashley hefur keypt hlut í verslun Moss Bros.

Breska kvenfata- og húsvörukeðjan Laura Ashley hefur keypt rúman þriggja prósenta hlut í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros. Baugur, sem er stærsti hluthafi verslunarinnar með tæpan 29 prósenta hlut, hefur verið orðaður við yfirtöku á Moss Bros í vikunni fyrir allt að fimm milljarða króna.

Laura Ashley, sem er í meirihlutaeigu MUI Asia, fyrirtækjasamstæðu í Malasíu, keypti hlutina í gær og greiddi 44,7 pens fyrir hvern þeirra. Þetta er nokkru undir verðmiðanum á Moss Bros í dag en gengi bréfanna stendur í 45 pensum.

Breska dagblaðið Times segir ekki liggja fyrir um ástæðu þess að Laura Ashley tók stöðu í herrafatakeðjunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×