Viðskipti erlent

Verðbólga umfram spár í Bandaríkjunum

Verðbólga jókst um 0,8 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í nóvember. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent og hefur ekki verið meiri í tvö ár.

Þetta er 0,2 prósentustigum meira en markaðsaðilar höfðu reiknað með og minnkar líkurnar á því til muna að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti í fjórða sinn á næstunni, að sögn fréttastofunnar Associated Press, sem bendir á að verðbólga hafi mælst 2,7 prósent á sama tíma á síðasta ári. Bankinn lækkaði stýrivexti síðast um 25 punkta í vikunni.

Verðhækkanir á eldsneyti, fatnaði, flugferðum og lyfjum ýtir undir verðbólguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×