Erlent

Leynileg ástarbréf Díönu

Díana Prinsessa
Díana Prinsessa

Díana prinsessa þakkaði elskhuga sínum Dodi Al Fayed fyrir frábært frí í einlægum ástarbréfum sem voru gerð opinber í fyrsta skipti í gær.

Díana skrifaði tvö ástarbréf á bréfsefni úr Kensington höll eftir að hún kom úr fríi frá St Tropez með milljóna syninum hans Mohammed Al Fayed.

Í fyrsta bréfinu sem er dagsett þann 6.ágúst 1997 segir hún:

„Elsku Dodi, himnaríki veit hvar á jörðinni ég byrja að þakka þér fyrir ótrúlegustu sex daga sem ég ætti með þér í öldum hafsins. Ég er ennþá að ná mér. Mér fanns allt æðislegt og hver mínúta var full af hlátri og hamingju, og sá kokkteill er frábær," skrifaði Díana sem endaði á orðunum: „Þetta segi ég með allri ást alheimsins og eins og alltaf sendi ég þér milljón þakkir fyrir að koma með þessa hamingju inn í líf mitt, frá Díönu xx."

Seinna bréfið er skrifað viku síðar þar sem Díana sendir Dodi ermahnappa sem faðir hennar heitinn, Earl Spencer átti.

„Elsku Dodi, þessir ermahnappar eru ein af síðustu gjöfunum sem ég fékk frá manninum sem ég elskaði mest af öllum í heiminum, föður mínum. Ég ætla að gefa þér þá því ég veit hversu glaður hann yrði að vita af þeim í þínum höndum. Ástarkveðja, Díana."

Skömmu síðar létust þau bæði í bílslysi í París.

Bréfin voru gerð opinber í réttarhöldum staðið hafa yfir í máli Díönu og Dodi. Mohammed faðir Dodis heldur því fram að um stórt samsæri hafi verið að ræða þegar sonur hans lést ásamt prinsessunni í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×