Körfubolti

NBA í nótt: Dallas vann Houston

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dirk Nowitzky reynir að verjast Bonzi Wells.
Dirk Nowitzky reynir að verjast Bonzi Wells. Nordic Photos / Getty Images

Dallas Mavericks vann Houston Rockets í NBA-deildinn í nótt en þá fóru fram ellefu leikir í deildinni.

Þetta þykja hins vegar ekki óvænt tíðindi þar sem Dallas hefur unnið Houston í síðustu sex viðureignum liðanna og samtals tíu af síðustu ellefu leikjum liðanna.

Leikurinn var þó jafn og spennandi fram undir lok þriðja leikhluta þegar Dallas hóf 26-9 sprett sem var nóg til að tryggja liðinu sigur. Lokatölur voru 96-83, Dallas í vil.

Josh Howard var með 23 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzky 20 og Jerry Stackhouse sautján.

Hjá Houston var Yao Ming stigahæstur með 28 stig og fjórtán fráköst en Houston hefur nú tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum.

Úrslit annarra leikja í nótt:

Washington Wizards - Sacramento Kings 92-79

Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 93-84

Orlando Magic - Memphis Grizzlies 119-123

New York Knicks - New Jersey Nets 94-86

Miami Heat - Indiana Pacers 103-106

Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 86-92

New Orleans Hornets - Phoenix Suns 101-98

Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 95-92

San Antonio Spurs - Denver Nuggets 102-91

Utah Jazz - Seattle Supersonics 96-75

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×