Viðskipti erlent

Mánudagsmæða á evrópskum mörkuðum

Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi.
Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Helsta ástæðan fyrir því eru spár markaðsaðila þess efnis að mikil verðbólga í Bandaríkjunum, sem var yfir spám, leiði til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki ekki stýrivexti frekar. Óttast er að slíkt geti leitt til samdráttarskeiðs vestanhafs.

Gengi hlutabréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hefur lækkað mest það sem af er dagsins. Evrópski bankinn HSBC hefur lækkað í 1,6 prósent og Royal Bank of Scotland lækkað um 2,2 prósent. Þá hefur markaðsverðmæti breska bankans Northern Rock haldið áfram að dragast saman en gengi bréfa bankans hefur fallið um 5,44 prósent í dag. Það stendur nú í 86,90 pensum á hlut, sem er allfjarri um 1.200 pensa markinu um síðustu áramóti.

Viðskipti hefjast hér á landi eftir um 20 mínútur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×