Erlent

Forseti Úganda ekki bara til heimabrúks

Óli Tynes skrifar
Yoveri Museveni forseti, með nokkrum af þegnunum sem tæpast nota einkaþotuna mikið.
Yoveri Museveni forseti, með nokkrum af þegnunum sem tæpast nota einkaþotuna mikið.

Ríkisstjórn Úganda ætlar að kaupa Gulfstream einkaþotu fyrir Yoweri Museveni forseta, að sögn þarlendra fjölmiðla. Kaupverðið er um þrír milljarðar króna. Meðallaun í Úganda eru innan við 20 þúsund krónur á ári.

Kaupin hafa því vakið nokkur viðbrögð í landinu. Blaðið The Weekly Observer spyr í forystugrein; "Af hverju á leiðtogi fátækrar þjóðar að fljúga í einkaþotu, þegar leiðtogar þeirra þjóða sem hann betlar fé af ferðast með áætlunarflugi.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að ekki sé litið á þotuna sem bruðl heldur þjóðareign. Ekki er þó búist við að stór hluti þjóðarinnar muni fljúga með þessari eign sinni.

En það verður ekki af Museveni skafið að hann er mjög duglegur að ferðast, og þotan mun því sjálfsagt koma sér vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×