Innlent

Við unnum -Saving Iceland

Óli Tynes skrifar

Björgunarmenn Íslands höfðu sig nokkuð í frammi hér á landi á þessu ári. Þeir hengdu upp borða, fóru í mótmælagöngur og trufluðu vinnu hér og þar. Árangrinum lýsa þeir sem sögulegum sigri, í jóla- og áramótakveðju sinni á netinu.

Til dæmis hafi Landsvirkjun lýst því yfir að hún vilji ekki sjá fleiri álverum fyrir orku á Íslandi. Ef satt reynist þýði það að ALCAN og RUSAL fái ekki að reisa nýjar álbræðslur.

Saving Iceland segja að ekki sé þó enn unninn fullur sigur. ALCOA berjist enn af alefli fyrir álbræðslu á Norðurlandi. Þar að auki séu nýjar stíflur og jarðvarmavirkjanir vel á veg komnar.

Munurinn sé sá að úr þeim eigi að gefa öðrum iðnfyrirtækjum rafmagn, svo sem netþjónabúum. Ekki álbræðslum.

Þeir sem eigi land sem verið sé að taka eignarnámi og þeir sem bara elski íslenska náttúru verði því að halda áfram að berjast.

Að þessu sögðu segjast Saving Iceland verða að meta að verðleikum sinn risastóra sigur. Áliðnaðurinn hljóti að vera úr sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×