Óraunsæ áfengisrómantík Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. október 2007 07:00 Á Alþingi Íslendinga hefur nú í fimmta sinn verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks. Inntak frumvarpsins er að sala á léttvíni og bjór verður leyfð í almennum verslunum og verðlagning gefin frjáls. Fylgismenn frumvarpsins halda því fram að frelsisskerðing felist í að þurfa að kaupa vín í sérstökum verslunum sem reknar eru af íslenska ríkinu. Víninu (og bjórnum) er líkt við matvöru og spurt hvers vegna neytendum sé ekki treyst til að kaupa hvítvínið á sama stað og fiskurinn fæst og rauðvínið í ostabúðinni. Áhyggjur þingmannanna væru skiljanlegar ef fyrirkomulag áfengissölu væri vont á Íslandi en svo er alls ekki. Áhugafólk um eðalvín og aðra áfenga drykki á kost á að kaupa vín í nærri 50 vínbúðum um allt land sem mörgum hefur verið valinn staður í nágrenni við aðrar verslanir, til dæmis stórar matvöruverslanir. Í vínbúðunum er mikið úrval og þjónusta góð. Vínbúðirnar hafa þróast í takt við kröfur tímans, frá því að vera fáar og nokkuð vel faldar verslanir þar sem söluvarningurinn var afgreiddur yfir búðarborð og viðskiptavinum gafst ekki einu sinni kostur á að taka sér númer. Ekki verður séð að það sé goðgá fyrir neytendur að fara í vínbúð til að kaupa vín, rétt eins og margir hafa ánægju af að fara í ostabúð til að kaupa ost og fiskbúð til að kaupa fisk. Vissulega er sá munur á að ríkið hefur einkasölu á áfengi og rekur því vínbúðirnar. Og hvers vegna er það? Það er vegna þess að áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Áfengi er vímuefni og þar með ekki sambærilegt við annan varning sem seldur er í almennum verslunum, þótt óhollur sé. Sala áfengis hlýtur því að verða að lúta öðrum lögmálum. Landlæknir og forstöðumaður Lýðheilsustöðvar hafa báðir lýst andstöðu sinni við frumvarp þingmannanna. Sömuleiðis SÁÁ en sá félagsskapur hefur á ferli sínum safnað gríðarlegum upplýsingum um umfang áfengisvandans á Íslandi. Ljóst er að áfengisneysla er með stærstu heilsufars- og fjölskylduvandamálum á Íslandi. Það er í besta falli barnaskapur að ímynda sér að sala á léttvíni og bjór í matvöruverslunum breyti engu um það eða breyti því jafnvel til hins betra. Áfengismenning Íslendinga verður ekki eins og Ítala við það að gera íslenskum neytendum kleift að kaupa áfengi í almennum verslunum. Íslensk áfengismenning sver sig í ætt við menningu nágrannaþjóðanna þar sem reynslan sýnir beint samhengi milli aðgengis að áfengi og heilsufarslegra og samfélagslegra vandamála í tengslum við áfengisneyslu. Binda verður vonir við að þingmenn hlýði á ráð þeirra sem þekkja best umfang áfengisvandans og láti þau vega þyngra en röksemdir sem snúa að verslunarfrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga hefur nú í fimmta sinn verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks. Inntak frumvarpsins er að sala á léttvíni og bjór verður leyfð í almennum verslunum og verðlagning gefin frjáls. Fylgismenn frumvarpsins halda því fram að frelsisskerðing felist í að þurfa að kaupa vín í sérstökum verslunum sem reknar eru af íslenska ríkinu. Víninu (og bjórnum) er líkt við matvöru og spurt hvers vegna neytendum sé ekki treyst til að kaupa hvítvínið á sama stað og fiskurinn fæst og rauðvínið í ostabúðinni. Áhyggjur þingmannanna væru skiljanlegar ef fyrirkomulag áfengissölu væri vont á Íslandi en svo er alls ekki. Áhugafólk um eðalvín og aðra áfenga drykki á kost á að kaupa vín í nærri 50 vínbúðum um allt land sem mörgum hefur verið valinn staður í nágrenni við aðrar verslanir, til dæmis stórar matvöruverslanir. Í vínbúðunum er mikið úrval og þjónusta góð. Vínbúðirnar hafa þróast í takt við kröfur tímans, frá því að vera fáar og nokkuð vel faldar verslanir þar sem söluvarningurinn var afgreiddur yfir búðarborð og viðskiptavinum gafst ekki einu sinni kostur á að taka sér númer. Ekki verður séð að það sé goðgá fyrir neytendur að fara í vínbúð til að kaupa vín, rétt eins og margir hafa ánægju af að fara í ostabúð til að kaupa ost og fiskbúð til að kaupa fisk. Vissulega er sá munur á að ríkið hefur einkasölu á áfengi og rekur því vínbúðirnar. Og hvers vegna er það? Það er vegna þess að áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Áfengi er vímuefni og þar með ekki sambærilegt við annan varning sem seldur er í almennum verslunum, þótt óhollur sé. Sala áfengis hlýtur því að verða að lúta öðrum lögmálum. Landlæknir og forstöðumaður Lýðheilsustöðvar hafa báðir lýst andstöðu sinni við frumvarp þingmannanna. Sömuleiðis SÁÁ en sá félagsskapur hefur á ferli sínum safnað gríðarlegum upplýsingum um umfang áfengisvandans á Íslandi. Ljóst er að áfengisneysla er með stærstu heilsufars- og fjölskylduvandamálum á Íslandi. Það er í besta falli barnaskapur að ímynda sér að sala á léttvíni og bjór í matvöruverslunum breyti engu um það eða breyti því jafnvel til hins betra. Áfengismenning Íslendinga verður ekki eins og Ítala við það að gera íslenskum neytendum kleift að kaupa áfengi í almennum verslunum. Íslensk áfengismenning sver sig í ætt við menningu nágrannaþjóðanna þar sem reynslan sýnir beint samhengi milli aðgengis að áfengi og heilsufarslegra og samfélagslegra vandamála í tengslum við áfengisneyslu. Binda verður vonir við að þingmenn hlýði á ráð þeirra sem þekkja best umfang áfengisvandans og láti þau vega þyngra en röksemdir sem snúa að verslunarfrelsi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun