Erlent

Tyrkir gera stórskotaliðsárás á Írak

Tyrkenski herinn hóf stórskotaliðsárás á Kúrdahéruð í Norður-Írak í morgun. Kúrdar segja enga úr sínum röðum hafa fallið. Skömmu áður höfðu skæruliðar Kúrda fellt tólf tyrkneska hermenn hið minnsta og sært ellefu í launsátri nærri landamærum Tyrklands og Íraks.

Mikil spenna er á svæðinu eftir að tyrkenska þingið veiti hernum leyfi til innrásar svo hafa mætti hendur í hári skæruliða eða fella þá - en Kúrdar hafa myrt tugi Tyrkja á síðustu vikum í árásum.

Það er hinn svokallaði Verkamannaflokkur kúrda PKK sem stendur fyrir árásunum á Tyrkland. Hann hefur verið skilgreindur sem hryðjuverkasamtök á Vesturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×