Innlent

Friðarsúlan lýsir upp næturhimininn yfir höfuðborginni

MYND/Valur Hrafn Einarsson

Kveikt hefur verið tímabundið á friðarsúlunni í Viðey í tilraunaskyni. Lýsir súlan upp næturhimininn og sést til hennar frá fjölmörgum stöðum í höfuðborginni.

Kveikt verður formlega á súlunni þann 9. október næstkomandi á afmæli bítilsins John Lennon. Súlan er hugmynd ekkju hans, Yoko Ono.

Gert er ráð fyrir því að kveikt verði á súlunni á hverju ári á afmælisdegi Lennons og fær hún að lýsa fram til þess dags er hann féll fyrir morðingjahendir í New York 8. desember. Ekki er þó útilokað að súlan fái að lýsa við önnur tækifæri að sögn Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa og formanns Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×