Innlent

Icelandair ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála

Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi flugleiða
Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi flugleiða MYND/365

Icelandair er ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála í dag en telur áfangasigur að sekt Samkeppniseftirlitsins frá 30. mars var lækkuð um 30%, í 130 milljónir króna. Úrskurður áfrýjunarnefndar byggir á öðrum forsendum en Samkeppniseftirlitið notaði, sem Icelandair telur alvarlegan áfellisdóm um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, segir í tilkynningu frá félaginu.

Að mati Icelandair fór félagið eftir samkeppnislögum og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá árinu 2003, sem staðfesti að Icelandair væri heimilt að kynna og selja Netsmelli með þeim hætti sem gert var. Þar hafi Icelandair fengið leiðbeinandi úrskurð sem félagið fylgdi í verðlagningu sinni árið 2004. Ákvarðanir í andstæða átt nú þremur árum síðar séu ekki ásættanlegar segir í tilkynningunni.

Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×