Innlent

Tutti Frutti í uppáhaldi hjá kvennalandsliðinu

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann glæstan sigur á Serbíu í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar sögðust í fyrsta sinn hafa fundið íslensku þjóðina á bakvið sig. Íslenska liðið er í tuttugasta og fyrsta sæti á heimslista, en í gær var lagið Tutti frutti ein aðal vítamínsprauta stelpnanna fyrir leikinn.

Einungis þrjár stúlknanna eru atvinnumenn í knattspyrnu, hinar sinna ýmsum störfum hér á landi. Í liðinu eru meðal annars læknir, sjúkraþjálfari, nemendur og bankastarfsmenn. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir er starfsmaður á alþjóðamarkaðssviði hjá Seðlabankanum. Hún er einnig að klára mastersnám í fjármálahagfræði og segir að fjölbreytileikinn úr samfélaginu hafi góð áhrif á liðsandann.

Ýmislegt annað er gert til að fá stemningu í liðið fyrir leiki og tónlist gjarnan spiluð í búningsklefanum og það hátt. Katrín Ómarsdóttir segir að lagavalið skipti höfuðmáli.

Á leiknum í gær var áhorfendamet slegið þegar um sex þúsund manns fylgdust með af áhorfendapöllum í laugardalnum.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari stelpnanna segir liðið ná einstaklega vel saman og allar stefni að því sama, að spila á Evrópumótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×