Innlent

Eldur kom upp í línubát

Eldur kom upp í vélarrúmi línubátsins Rúnars frá Bolungarvík í mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi. Tveir voru um borð en þeim tókst að slökkva eldinn. Báturinn varð hins vegar aflvana og þurfti að draga hann til hafnar.

Rún er átta tonna línubátur sem er gerður út frá Bolungarvík. Það var um sjöleytið í gærkvöldi sem áhöfnin varð vör við að viðvörunarkerfi um eld í vélarrúmi fór í gang. Tveir voru í áhöfn og tókst þeim að slökkva eldinn.

Dráttarbáturinn Snædís frá Bolungarvík fór á vettvang og dróg Rúnina til hafnar. Lagst var að bryggju í Bolungarvík um hálf tíu leytið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×