Erlent

Thatcher heiðruð

Mrgrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður heiðruð í þinginu í næstu viku, þegar rúmlega sjö feta há stytta af henni verður afhjúpuð í setustofu þingsins. Margrét Thatcher, sem nú er áttatíu og eins árs gömul,  var forsætisráðherra Bretlands í ellefu og hálft ár, eða þartil hennar eigin flokksbræður gerðu hallarbyltingu og hröktu hana frá völdum.

Segja má að síðan hafi breski íhaldsflokkurinn ekki borið sitt barr. Thatcher var fyrsta konan sem varð forsætisráðherra Bretlands og þótti svo hörð í horn að taka að hún var kölluð Járnfrúin.

Hún leiddi þjóð sína í stríði og friði og gerbreytti landslaginu í breskum efnahagsmálum með því að knésetja hina voldugu verkalýðshreyfingu. Fram að því var Bretland meira og minna í verkfalli allt árið og þjóðarframleiðsla lægri en í nokkru öðru vestrænu iðnríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×