Laugavegur 74 16. febrúar 2007 05:00 Í borgum eða bæjum í Evrópu eru oft á tíðum svæði á stærð við 101, eða jafnvel enn stærri, sett undir svokallaða hverfisvernd eða öðru nafni verndun götumynda. Þar er það velþekkt að stundum er gripið til þess ráðs að byggja hús sem eru eftirlíkingar af annað hvort húsinu sem stóð fyrir á reitnum eða einfaldlega af húsastílnum sem er ríkjandi. Þetta getur verið mjög eðlileg ráðstöfun til að yfirbragð hverfisins haldi sér á svæðum þar sem meginreglan er samt sem áður að ekki megi hrófla við neinu. Húsverndarstefna Reykjavíkurborgar er órafjarlægð frá þesskonar hugmyndafræði, verndun götumynda er notuð mjög hóflega og þá á einstaka húsaraðir hér og þar, stundum þrjú hús í röð og stundum jafnvel bara eitt hornhús. Engin heildstæð verndun götumynda er í miðbænum. Það má verja þetta fyrirkomulag og færa fyrir því gild rök að þessi seinni leið sé ekki svo alslæm, nýtt og gamalt getur hæglega þrifist saman. En því miður verður að segjast að í praktík hafi hún síður en svo verið heillavænleg hér á landi, einkum vegna þess að í fyrsta lagi hefur ekki verið staðið nægjanlegur vörður um gæði nýbygginga og í öðru lagi hafa skipulagsyfirvöld verið allt of teygjanleg þegar kemur að túlkunaratriðum. Það hefur stundum viljað verða að fólk vaknar upp við það að búið er að reisa blokk á næstu lóð þar sem við lýði var verndun götumynda, má nefna Lindargötuna í því samhengi, og þá er einfaldlega vernduninni aflétt eftir á en það er annað mál. Þá er komið að meginmálinu. Það er undarlegur bræðingur sem nú er á ferðinni varðandi Laugaveg 74. Það stendur til að rífa (eða flytja) húsið sem þar stendur og byggja eftirlíkingu af framhliðinni. Hugmyndin er að öllum líkindum fengin af fyrrnefndu fyrirkomulagi þar sem um er að ræða stærðar hverfi sem vernduð eru í heilu lagi. En miðborg Reykjavíkur er ekki vernduð á sambærilegan hátt. Við Laugaveg er nú leyfilegt að rífa 75% af húsum byggðum fyrir 1918 og þar eru ekki gerðar neinar ákveðnar kröfur um útlit nýbygginga, Laugavegur 74 tilheyrir hins vegar einni af þeim sárafáu húsaröðum sem áttu samkvæmt deiliskipulaginu frá 2003 að vera undir hverfisvernd. Saman eru þau þrjú, Laugavegur 70, 72 og 74 sem samkvæmt auglýsingabæklingi sem dreift var í öll hús eru: „Samstæða reisulegra timburhúsa sem njóta verndar sem mikilvæg í götumynd Laugavegar, reist árið 1902.“ Í þessum sama bæklingi stóð einnig: „Nauðsynleg uppbygging og viðhald sögulegs umhverfis haldist í hendur.“ Ekki löngu eftir að þetta er skrifað samþykkir skipulagsráð undir forystu R-listanns að hús nr. 74 verði rifið með því skilyrði að byggð verði eftirlíking af framhliðinni. Það nægði að þeirra mati til að viðhalda vernd götumyndar og þeim fannst ekki einu sinni að þyrfti að grendarkynna ferlið, ástæða þess að ég komst á snoðir um þetta mál er að lóðaeigendur ákváðu að reyna að selja lóðina þegar þeim hafði áskotnast nægilegt byggingarmagn og þar fyrst varð þetta opinbert. Þar sem einungis er um að ræða þriggja húsa röð er barnaskapur að halda að þetta hús verði einhvers virði þegar framhliðin er leikmynd. Ef lóðaeigandi myndi síðan sækjast eftir því eftir einhvern ótilgreindan stuttan tíma að fá að breyta framhliðinni í eitthvað allt annað þá er ekki líklegt að nokkur myndi standa í vegi fyrir því enda eftirlíkingar sjaldnast mikils virði. Það sér því hver maður hverskonar skrípaleikur er hér á ferðinni. Annað sem vekur furðu er að eina stundina er því haldið fram að ástæður niðurrifsins séu þær að húsið sé illa farið en þá næstu er verið að selja húsið til flutnings, ég þarf vart að taka það fram að ekkert er að þessu húsi, nema hvað það hefur verið klætt með frekar ljótri plastklæðningu. Ónýt hús er ekki hægt að flytja. Þetta mál er ekkert annað en svik við þessa agnarlitlu húsverndarstefnu sem lofað hafði verið. Ég veit ekki hvort þetta athæfi telst yfir höfuð vera löglegt en siðlaust er það að minnsta kosti, Skipulagsráð er að fara í kringum kerfi sem það hannaði sjálft. Höfundur er tónlistarmaður, áhugamaður um eldri borgarhluta og skipulagsmál og situr í stjórn Torfusamtakanna. Við Laugaveg er nú leyfilegt að rífa 75% af húsum byggðum fyrir 1918 og þar eru ekki gerðar neinar ákveðnar kröfur um útlit nýbygginga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í borgum eða bæjum í Evrópu eru oft á tíðum svæði á stærð við 101, eða jafnvel enn stærri, sett undir svokallaða hverfisvernd eða öðru nafni verndun götumynda. Þar er það velþekkt að stundum er gripið til þess ráðs að byggja hús sem eru eftirlíkingar af annað hvort húsinu sem stóð fyrir á reitnum eða einfaldlega af húsastílnum sem er ríkjandi. Þetta getur verið mjög eðlileg ráðstöfun til að yfirbragð hverfisins haldi sér á svæðum þar sem meginreglan er samt sem áður að ekki megi hrófla við neinu. Húsverndarstefna Reykjavíkurborgar er órafjarlægð frá þesskonar hugmyndafræði, verndun götumynda er notuð mjög hóflega og þá á einstaka húsaraðir hér og þar, stundum þrjú hús í röð og stundum jafnvel bara eitt hornhús. Engin heildstæð verndun götumynda er í miðbænum. Það má verja þetta fyrirkomulag og færa fyrir því gild rök að þessi seinni leið sé ekki svo alslæm, nýtt og gamalt getur hæglega þrifist saman. En því miður verður að segjast að í praktík hafi hún síður en svo verið heillavænleg hér á landi, einkum vegna þess að í fyrsta lagi hefur ekki verið staðið nægjanlegur vörður um gæði nýbygginga og í öðru lagi hafa skipulagsyfirvöld verið allt of teygjanleg þegar kemur að túlkunaratriðum. Það hefur stundum viljað verða að fólk vaknar upp við það að búið er að reisa blokk á næstu lóð þar sem við lýði var verndun götumynda, má nefna Lindargötuna í því samhengi, og þá er einfaldlega vernduninni aflétt eftir á en það er annað mál. Þá er komið að meginmálinu. Það er undarlegur bræðingur sem nú er á ferðinni varðandi Laugaveg 74. Það stendur til að rífa (eða flytja) húsið sem þar stendur og byggja eftirlíkingu af framhliðinni. Hugmyndin er að öllum líkindum fengin af fyrrnefndu fyrirkomulagi þar sem um er að ræða stærðar hverfi sem vernduð eru í heilu lagi. En miðborg Reykjavíkur er ekki vernduð á sambærilegan hátt. Við Laugaveg er nú leyfilegt að rífa 75% af húsum byggðum fyrir 1918 og þar eru ekki gerðar neinar ákveðnar kröfur um útlit nýbygginga, Laugavegur 74 tilheyrir hins vegar einni af þeim sárafáu húsaröðum sem áttu samkvæmt deiliskipulaginu frá 2003 að vera undir hverfisvernd. Saman eru þau þrjú, Laugavegur 70, 72 og 74 sem samkvæmt auglýsingabæklingi sem dreift var í öll hús eru: „Samstæða reisulegra timburhúsa sem njóta verndar sem mikilvæg í götumynd Laugavegar, reist árið 1902.“ Í þessum sama bæklingi stóð einnig: „Nauðsynleg uppbygging og viðhald sögulegs umhverfis haldist í hendur.“ Ekki löngu eftir að þetta er skrifað samþykkir skipulagsráð undir forystu R-listanns að hús nr. 74 verði rifið með því skilyrði að byggð verði eftirlíking af framhliðinni. Það nægði að þeirra mati til að viðhalda vernd götumyndar og þeim fannst ekki einu sinni að þyrfti að grendarkynna ferlið, ástæða þess að ég komst á snoðir um þetta mál er að lóðaeigendur ákváðu að reyna að selja lóðina þegar þeim hafði áskotnast nægilegt byggingarmagn og þar fyrst varð þetta opinbert. Þar sem einungis er um að ræða þriggja húsa röð er barnaskapur að halda að þetta hús verði einhvers virði þegar framhliðin er leikmynd. Ef lóðaeigandi myndi síðan sækjast eftir því eftir einhvern ótilgreindan stuttan tíma að fá að breyta framhliðinni í eitthvað allt annað þá er ekki líklegt að nokkur myndi standa í vegi fyrir því enda eftirlíkingar sjaldnast mikils virði. Það sér því hver maður hverskonar skrípaleikur er hér á ferðinni. Annað sem vekur furðu er að eina stundina er því haldið fram að ástæður niðurrifsins séu þær að húsið sé illa farið en þá næstu er verið að selja húsið til flutnings, ég þarf vart að taka það fram að ekkert er að þessu húsi, nema hvað það hefur verið klætt með frekar ljótri plastklæðningu. Ónýt hús er ekki hægt að flytja. Þetta mál er ekkert annað en svik við þessa agnarlitlu húsverndarstefnu sem lofað hafði verið. Ég veit ekki hvort þetta athæfi telst yfir höfuð vera löglegt en siðlaust er það að minnsta kosti, Skipulagsráð er að fara í kringum kerfi sem það hannaði sjálft. Höfundur er tónlistarmaður, áhugamaður um eldri borgarhluta og skipulagsmál og situr í stjórn Torfusamtakanna. Við Laugaveg er nú leyfilegt að rífa 75% af húsum byggðum fyrir 1918 og þar eru ekki gerðar neinar ákveðnar kröfur um útlit nýbygginga.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun