Erlent

Óttast þjóðarmorð

Að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna er hætta á að ófriður í Afríkuríkinu Tsjad geti orðið að þjóðarmorði af svipaðri stærðargráðu og í Rúanda 1994 verði ekkert að gert. 200.000 flóttamenn frá Darfur-héraði í nágrannaríkinu Súdan hafast við í búðum í Tsjad en þeir hafa orðið fyrir ítrekuðum árásum frá hinum íslömsku Janjaweed-vígaflokkum sem elta þá yfir landamærin. Bandamenn þeirra í Tsjad hafa svo einnig tekið að herja á flóttamennina með þeim afleiðingum að hundruð liggja í valnum og þúsundir hafa hrakist á vergang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×