Lífið

Látinn sonur Smith fékk allt

Anna Nicole Smith og kærastinn Howard Stern.
Anna Nicole Smith og kærastinn Howard Stern. MYND/AP

Anna Nicole Smith arfleiddi son sinn, sem lést á síðasta ári, að öllum eigum sínum. Ron Rale lögmaður hennar upplýsti þetta í dag. Þá ákvað dómari í dag að líkami Playboy kanínunnar fyrrverandi yrði smurður og varðveittur. Þetta kemur fram á fréttavef CNN. Erfðarskráin var gerð árið 2001 og í henni er kærasti Önnu, Howard Stern, nefndur sem skiptastjóri.

Erfðaskráin er 16 blaðsíður og var ekki uppfærð frá því hún var gerð árið 2001. Dannielynn, fimm mánaða dóttir Önnu Nicole, er ekki nefnd í erfðaskránni. Orðalag í henni virðist útiloka maka eða börn eftir árið 2001.

Talið er að eignirnar nemi 88 milljónum bandaríkjadala og er nær fullvíst að dómsmál verði höfðað þar sem ekki er lifandi erfingi að þeim.

Deila hefur risið milli móður Önnu og kærastans um hvar eigi að jarðsetja leikkonuna. Lögmenn Sterns sögðu í dag að Anna Nicole hefði sjálf tekið frá grafreit fyrir sig á Bahama eyjum þar sem sonur hennar er jarðsettur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.