Ætla að ljúka keppni með stæl 5. september 2007 11:03 Íslenska landsliðið í körfubolta leikur í kvöld síðasta leik sinn í b-deild Evrópukeppninnar þegar það tekur á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er liðið sem sigrar tryggir sér þriðja sætið í riðlinum. Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari segir frábæran anda í herbúðum íslenska liðsins eftir tvo sigra í röð. "Það er mjög góð stemming í hópnum fyrir leikinn í kvöld og menn eru ákveðnir á því að enda þetta með stæl og vinna síðasta leikinn," sagði Friðrik Ingi. Austurríkismenn unnu fyrri leikinn nokkuð stórt ytra í fyrri umferðinni 85-64, en þar hrundi leikur íslenska liðsins í fjórða leikhluta eftir að það hafði verið með forystuna þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. "Botninn féll úr leik okkar í fjórða leikhlutanum í fyrri leiknum og þá var andinn enda ekki eins góður eftir svekkjandi tap gegn Finnunum þar áður," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi í morgun. Árangurinn hefur verið talsvert betri í síðustu tveimur leikjum þar sem m.a. vannst óvæntur sigur á Georgíu í dramatískum leik í Laugardalshöllinni í lok síðasta mánaðar. Friðrik Ingi segir að á pappírunum sé lið Austurríkis líklega skirfað aðeins hærra en það íslenska, en að sínu mati sé íslenska liðið betra. "Austurríkismennirnir eru mjög sterkir líkamlega og hávaxnir, en ég vil meina að við séum með leiknari menn. Stemmingin á leiknum við Georgíu fyrir viku var frábær og við viljum endilega ná upp sömu stemmingu í kvöld - og helst fá fullt hús," sagði Friðrik Ingi. Þess ber að geta að íslenska liðið er án nokkurra lykilmanna um þessar mundir og þar má nefna Jón Arnór Stefánsson, Hlyn Bæringsson og Hörð Axel Vilhjálmsson, en þeir fengu frí frá síðustu leikjum liðsins í riðlakeppninni af persónulegum ástæðum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Íslenska landsliðið í körfubolta leikur í kvöld síðasta leik sinn í b-deild Evrópukeppninnar þegar það tekur á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er liðið sem sigrar tryggir sér þriðja sætið í riðlinum. Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari segir frábæran anda í herbúðum íslenska liðsins eftir tvo sigra í röð. "Það er mjög góð stemming í hópnum fyrir leikinn í kvöld og menn eru ákveðnir á því að enda þetta með stæl og vinna síðasta leikinn," sagði Friðrik Ingi. Austurríkismenn unnu fyrri leikinn nokkuð stórt ytra í fyrri umferðinni 85-64, en þar hrundi leikur íslenska liðsins í fjórða leikhluta eftir að það hafði verið með forystuna þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. "Botninn féll úr leik okkar í fjórða leikhlutanum í fyrri leiknum og þá var andinn enda ekki eins góður eftir svekkjandi tap gegn Finnunum þar áður," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi í morgun. Árangurinn hefur verið talsvert betri í síðustu tveimur leikjum þar sem m.a. vannst óvæntur sigur á Georgíu í dramatískum leik í Laugardalshöllinni í lok síðasta mánaðar. Friðrik Ingi segir að á pappírunum sé lið Austurríkis líklega skirfað aðeins hærra en það íslenska, en að sínu mati sé íslenska liðið betra. "Austurríkismennirnir eru mjög sterkir líkamlega og hávaxnir, en ég vil meina að við séum með leiknari menn. Stemmingin á leiknum við Georgíu fyrir viku var frábær og við viljum endilega ná upp sömu stemmingu í kvöld - og helst fá fullt hús," sagði Friðrik Ingi. Þess ber að geta að íslenska liðið er án nokkurra lykilmanna um þessar mundir og þar má nefna Jón Arnór Stefánsson, Hlyn Bæringsson og Hörð Axel Vilhjálmsson, en þeir fengu frí frá síðustu leikjum liðsins í riðlakeppninni af persónulegum ástæðum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira