Erlent

Blair bjartsýnn á friðarviðræður

Tony Blair á leið á fundinn í dag
Tony Blair á leið á fundinn í dag MYND/AP

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og nýskipaður sáttasemjari Mið-Austurlanda, segist bjartsýnn á að hægt verði að koma skriði á friðarferli á milli Ísraels og Palestínu. Á fyrsta fundi sínum með Málamiðlunarkvartettinum svokallaða í Lissabon sagði hann að ekkert væri jafn mikilvægt til að tryggja frið og öryggi í heiminum.

Málamiðlunarkvartettinn samanstendur af fulltrúum Evrópusambandsins, Rússlands, Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn var sá fyrsti síðan Hamaz-samtökin tóku völdin á Gaza svæðinu í síðasta mánuði.

Eftir fundinn sagðist Blair sjá möguleika á að skriður gæti komist á friðarumleitanir. Ef svo færi myndi það opna á ýmsa möguleika. Blair sagði mikilvægt að vinna að tvíhliða lausn á vanda Ísraela og Palestínumanna. Ísraelsmenn þurfa að geta treyst því að þeirra öryggi sé tryggt og Palestína þarf sjálfstæðar stofnanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×