Galdrakarlar, tröll og krakkar 9. mars 2007 09:15 Í vikunni hefur fjöldi grunnskólabarna heimsótt Sinfóníuhljómsveit Íslands og kynnt sér starf hennar. MYND/Valli Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera. Strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveins, Dimmalimm leikur á flautu, uglan hans Harry Potter tekur flugið, næturdrottningin syngur aríu og galdramaður af Ströndum mun kveða niður draug. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson en með sveitinni koma einnig fram ungur flautuleikari, Björg Brjánsdóttir, sem er aðeins tæplega 14 ára gömul en kemur nú í annað sinn fram með hljómsveitinni. Auk þess syngur Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona aríu Næturdrottningarinnar eftir Mozart. Kynnir á tónleikunum er kamelljónið Skúli Gautason. Síðdegis á morgun heldur kammertónleikaröð Sinfóníunnar, sem kennd er við Kristal, áfram í Listasafni Íslands. Í eldlínunni á morgun verða Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru Píanótríó eftir Ludwig van Beethoven, Metamorphoses fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson og Tríó í G-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Claude Debussy. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17. Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera. Strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveins, Dimmalimm leikur á flautu, uglan hans Harry Potter tekur flugið, næturdrottningin syngur aríu og galdramaður af Ströndum mun kveða niður draug. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson en með sveitinni koma einnig fram ungur flautuleikari, Björg Brjánsdóttir, sem er aðeins tæplega 14 ára gömul en kemur nú í annað sinn fram með hljómsveitinni. Auk þess syngur Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona aríu Næturdrottningarinnar eftir Mozart. Kynnir á tónleikunum er kamelljónið Skúli Gautason. Síðdegis á morgun heldur kammertónleikaröð Sinfóníunnar, sem kennd er við Kristal, áfram í Listasafni Íslands. Í eldlínunni á morgun verða Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru Píanótríó eftir Ludwig van Beethoven, Metamorphoses fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson og Tríó í G-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Claude Debussy. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17.
Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira