Gler- og ljósmyndir Drafnar 9. mars 2007 09:00 Ein mynda Drafnar á sýningunni í sal Íslenskrar grafíkur, Vertu velkominn. Myndlistarkonan Dröfn Guðmundsdóttir opnar á morgun sýningu á glerverkum og ljósmyndainnsetningu í Grafíksafni Íslands – sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Ljósmyndirnar eru teknar á ferðum hennar með erlenda ferðamenn um Ísland undanfarin ár, en Dröfn starfar sem leiðsögumaður á sumrin og vinnur að list sinni á veturna. Dröfn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Glerið hefur verið viðfangsefni hennar fyrst og fremst, en hún hefur einnig nýtt sér önnur efni: í desember var opnað hótel við Þingholtsstræti í Reykjavík og þar var henni falið að vinna glerverk á nærri 50 fm vegg í anddyri og er partur af verkinu foss sem rennur niður vegginn. Dröfn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis sem erlendis. Hún hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar. Nýútskrifuð gerðist hún þátttakandi í galleríinu Hjá þeim sem var til húsa á Skólavörðustígnum og síðar stofnaði hún Listakot á Laugaveginum með níu öðrum listakonum. Árið 2000 flutti hún vinnustofu sína að Fálkagötu 30b og hefur rekið hana þar síðan undir nafninu Íslensk list. Sýningin stendur sem fyrr segir frá 10.-25. mars og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18. Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Myndlistarkonan Dröfn Guðmundsdóttir opnar á morgun sýningu á glerverkum og ljósmyndainnsetningu í Grafíksafni Íslands – sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Ljósmyndirnar eru teknar á ferðum hennar með erlenda ferðamenn um Ísland undanfarin ár, en Dröfn starfar sem leiðsögumaður á sumrin og vinnur að list sinni á veturna. Dröfn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Glerið hefur verið viðfangsefni hennar fyrst og fremst, en hún hefur einnig nýtt sér önnur efni: í desember var opnað hótel við Þingholtsstræti í Reykjavík og þar var henni falið að vinna glerverk á nærri 50 fm vegg í anddyri og er partur af verkinu foss sem rennur niður vegginn. Dröfn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis sem erlendis. Hún hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar. Nýútskrifuð gerðist hún þátttakandi í galleríinu Hjá þeim sem var til húsa á Skólavörðustígnum og síðar stofnaði hún Listakot á Laugaveginum með níu öðrum listakonum. Árið 2000 flutti hún vinnustofu sína að Fálkagötu 30b og hefur rekið hana þar síðan undir nafninu Íslensk list. Sýningin stendur sem fyrr segir frá 10.-25. mars og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18.
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira