Vistmenn Byrgis orðnir sakborningar 9. mars 2007 18:20 Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. Málefni Byrgisins er komið til rannsóknar á borð Skattrannsóknarstjóra. Fjármálarannsókninni var upphaflega vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota að hluta málsins hefði verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. Embættið hafi fegnið aðgang að gögnum vegna gruns um skattalagabrot. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig um eðli eða umfang þessarar rannsóknar. En fyrrverandi vistmenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu. Tekið er fram að viðkomandi mæti þar - ekki sem vitni - heldur sem sakborningar, með réttarstöðu grunaðra. Þeir vistmenn sem fréttastofa ræddi við telja að þarna sé um að ræða peningagreiðslur sem forstöðumaður Byrgisins gaukaði að þeim en aldrei hafi þetta verið skilgreint sem laun. Hafi þessir aurar verið reiddir fram með guðs blessun - eins og einn fyrrverandi vistmaður orðaði það. Virðast þessar greiðslur hafa verið skilgreindar nýverið af Byrgismönnum sem laun í kjölfar umræðu um fjármálaóreiðu. Fréttastofa hefur ekki staðfestingu á því að Guðmundur í Byrginu hafi sjálfur verið boðaður í yfirheyrslu. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðislega misbeitingu og trúaðarbrot eru í hópi þeirra sem hafa fengið boðun. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi á stjórnvöld fyrir að hafa ekki frumkvæði að því að veita fyrrverandi Byrgismönnum boðaða félagslega og sálfræðilega aðstoð. Því hefur verið borið við að persónuverndarsjónarmið hamli slíku frumkvæði. Það sjónarmið hefur þó ekki hindrað skattayfirvöld í að boða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisin í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga. Hin meintu kynferðis- og trúnaðarbrot sem konurnar sjö hafa kært eru til meðferðar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanninum á Selfossi og segir hann að stefnt sé að því að ljúka rannsókna innan fárra vikna. Fréttir Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. Málefni Byrgisins er komið til rannsóknar á borð Skattrannsóknarstjóra. Fjármálarannsókninni var upphaflega vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota að hluta málsins hefði verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. Embættið hafi fegnið aðgang að gögnum vegna gruns um skattalagabrot. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig um eðli eða umfang þessarar rannsóknar. En fyrrverandi vistmenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu. Tekið er fram að viðkomandi mæti þar - ekki sem vitni - heldur sem sakborningar, með réttarstöðu grunaðra. Þeir vistmenn sem fréttastofa ræddi við telja að þarna sé um að ræða peningagreiðslur sem forstöðumaður Byrgisins gaukaði að þeim en aldrei hafi þetta verið skilgreint sem laun. Hafi þessir aurar verið reiddir fram með guðs blessun - eins og einn fyrrverandi vistmaður orðaði það. Virðast þessar greiðslur hafa verið skilgreindar nýverið af Byrgismönnum sem laun í kjölfar umræðu um fjármálaóreiðu. Fréttastofa hefur ekki staðfestingu á því að Guðmundur í Byrginu hafi sjálfur verið boðaður í yfirheyrslu. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðislega misbeitingu og trúaðarbrot eru í hópi þeirra sem hafa fengið boðun. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi á stjórnvöld fyrir að hafa ekki frumkvæði að því að veita fyrrverandi Byrgismönnum boðaða félagslega og sálfræðilega aðstoð. Því hefur verið borið við að persónuverndarsjónarmið hamli slíku frumkvæði. Það sjónarmið hefur þó ekki hindrað skattayfirvöld í að boða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisin í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga. Hin meintu kynferðis- og trúnaðarbrot sem konurnar sjö hafa kært eru til meðferðar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanninum á Selfossi og segir hann að stefnt sé að því að ljúka rannsókna innan fárra vikna.
Fréttir Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira