Guðni segir framkomu Halldórs ódrengilega 25. nóvember 2007 11:49 Við útgáfu bókarinnar. Guðni, Margrét Hauksdóttir eiginkona hans og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem skrifaði bókina. MYND/Daníel R. Guðni Ágústsson lýsir því í nýrri ævisögu sinni að ódrengilegt hafi verið af formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að hafa varaformann sinn ekki með í ráðum þegar Halldór og Davíð Oddsson ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak. Stuðningur þessara tveggja ráðamanna við Íraksstríðið olli miklum titringi meðal flokksmanna og þjóðarinnar. Guðni lýsir því í bókinni Guðni - af lífi og sál hvernig hann heyrir fyrst af stuðningi íslenskra stjórnvalda við þessar hernaðaraðgerðir í útvarpsfréttum á leið eftir Reykjanesbrautinni í bíl sínum. Honum bregður svo að litlu munar að hann missi stjórn á bílnum og lendi utan vegar. Guðni hringir í lykilmenn í flokknum og verður ljóst að Halldór tók þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við mjög þröngan hóp nánustu samstarfsmanna. Viðbrögðum Guðna er svo lýst í bókinni: „Guðni er óttasleginn... Hann kvíðir viðbrögðum flokksmanna og finnst ódrengilegt að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. Þessi pólitíski einleikur geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokksforystuna og flokkinn allan." Guðni heldur sig til hlés í málinu, en er „fúll og sár út í formann sinn fyrir pólitískan afleik sem ekki sér fyrir endann á." Svo gerist það að hann fer í viðtal í Sunnudagsþáttinn á Skjáeinum. Þar er hann þráspurður um þennan gjörning og Guðni endar á því að segja að „þetta sé ákvörðun Davíðs og Halldórs og þeir verði að klóra sig fram úr henni." Við þessi ummæli verður allt vitlaust í flokknum. „Halldór," segir í bókinni, „er Guðna reiður og varaformaðurinn er kallaður á teppið. Alþjóð þekkir eftirleikinn, Halldór er horfinn af vettvangi stjórnmálanna og Guðni sestur í formannsstól." Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Guðni Ágústsson lýsir því í nýrri ævisögu sinni að ódrengilegt hafi verið af formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að hafa varaformann sinn ekki með í ráðum þegar Halldór og Davíð Oddsson ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak. Stuðningur þessara tveggja ráðamanna við Íraksstríðið olli miklum titringi meðal flokksmanna og þjóðarinnar. Guðni lýsir því í bókinni Guðni - af lífi og sál hvernig hann heyrir fyrst af stuðningi íslenskra stjórnvalda við þessar hernaðaraðgerðir í útvarpsfréttum á leið eftir Reykjanesbrautinni í bíl sínum. Honum bregður svo að litlu munar að hann missi stjórn á bílnum og lendi utan vegar. Guðni hringir í lykilmenn í flokknum og verður ljóst að Halldór tók þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við mjög þröngan hóp nánustu samstarfsmanna. Viðbrögðum Guðna er svo lýst í bókinni: „Guðni er óttasleginn... Hann kvíðir viðbrögðum flokksmanna og finnst ódrengilegt að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. Þessi pólitíski einleikur geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokksforystuna og flokkinn allan." Guðni heldur sig til hlés í málinu, en er „fúll og sár út í formann sinn fyrir pólitískan afleik sem ekki sér fyrir endann á." Svo gerist það að hann fer í viðtal í Sunnudagsþáttinn á Skjáeinum. Þar er hann þráspurður um þennan gjörning og Guðni endar á því að segja að „þetta sé ákvörðun Davíðs og Halldórs og þeir verði að klóra sig fram úr henni." Við þessi ummæli verður allt vitlaust í flokknum. „Halldór," segir í bókinni, „er Guðna reiður og varaformaðurinn er kallaður á teppið. Alþjóð þekkir eftirleikinn, Halldór er horfinn af vettvangi stjórnmálanna og Guðni sestur í formannsstól."
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira