Innlent

Útilokar ekki kynjakvóta

Viðskiptaráðherra útilokar ekki að beita kynjakvóta til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja á þessu kjörtímabili. Tveir dagar eru í að frestur norskra fyrirtækja til að uppfylla kynjakvóta í stjórn rennur út.

Nú hafa fyrirtæki í Noregi röskan sólarhring til að fylla upp í hinn lögbundna kynjakvóta en á nýársdag eiga konur að vera fjörtíu prósent stjórnarmanna fyrirtækja. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur ekki beitt sér fyrir kynjakvótum. Hann segir mikla vinnu í jafnréttismálum á vegum stjórnvalda um þessar mundir, meðal annars til að skoða hvernig megi fjölga konum í stjórnum. Hann telur að umræðan á árinu muni skila fleiri konum í stjórnarsæti.

Í vor var staðan sú að konur skipuðu 8% stjórnarsæta í 100 stærstu fyrirtækjum á Íslandi - og hafði þá fækkað síðan 2005. Og í 71 prósenti þessara fyrirtækja er engin kona í stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×