Innlent

Einstaklingsherbergi efst á óskalista sjúklinga

Einstaklingsherbergi með baði eru efst á óskalista sjúklinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna við hönnun nýs háskólasjúkrahúss. Góður og fjölbreyttur matur þykir einnig mikilvægur. Þetta eru meðal annars niðurstöður bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Planetree sem kynntar voru framkvæmdanefnd Landsspítala - háskólasjúkrahúss í gær.

Í úttektinni kom í ljós að hlýlegt og notalegt umhverfi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra skipti miklu máli. Þá er aukið aðgengi að upplýsingum og/eða bókasafni einnig veigamikið atriði.

Niðurstöðurnar eru byggðar á rýnihópum sem skipaðir voru 188 einstaklingum hér á landi. Meðal þeirra voru sjúklingar, starfsfólk og leiðandi aðilar í samfélaginu.

Á vef nýs háskólasjúkrahúss segir að Planetree hafi sérhægt sig í þjónustu sem þessari fyrir sjúkrahús víða um heim. Ráðleggingar þeirra snúi að því sem bæta má í núverandi húsnæði auk þess sem huga þurfi að við hönnun nýrrar byggingar.

Hér að ofan má sjá viðtal við Susan B. Frampton forseta Planetree sem kynnti niðurstöðurnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×