Innlent

Áhyggjur af próflausum ökumönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur það umhugsunarefni að ökumenn skuli halda áfram akstri þrátt fyrir að hafa verið sviptir ökuleyfi. Um síðustu helgi var 19 ára piltur stöðvarður fyrir hraðakstur. Hann virti ekki stöðvunarmerki lögreglumanna og reyndi auk þess að komast undan. Að sögn lögreglu er það nánast á hverjum degi sem afskipti eru höfð af slíkum ökumönnum.

Fimmtíu og einn ökumaður var tekinn fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Um var að ræða tíu konur og 41 karlmann. Þau eiga öll von á sekt og sumir mega búast við ökuleyfissviptingu.

Í hópi karlmanna voru langflestir undir eða yfir tvítugu.

Þeir eiga yfir höfði sér sekt auk annarra refsinga. Samkvæmt nýbreyttum lögum er nú heimilt að beita harðari refsingum en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×