Innlent

Smyglaði sveppum og eiturlyfjum á Litla Hraun

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að reyna að smygla sveppum og fíkniefnum til fanga á Litla Hrauni. Fíkniefnahundur „merkti" ákærða í fangelsinu og kom þá í ljós að maðurinn hafði ólöglega sveppi og fíkniefni í úlpuvasa sínum. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi.

Hann var dæmdur til greiðslu tæplega 200 þúsund króna sektar, eða hálfs mánaðar fangelsisvistar greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna. Auk þess greiðir maðurinn sakarkostnað upp á tæplega hundrað þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×