Innlent

Seinagangur samgönguráðherra kostar okkur 5 milljarða

Seinagangur samgönguráðherra við að láta hefja veðurfarsathuganir á Hólmsheiði hefur kostað samfélagið fimm milljarða króna, segir stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð.

Það var í byrjun síðasta árs sem Veðurstofan hóf mælingar á vindum, hita og raka á Hólmsheiði. Enn er hins vegar ekki búið að kaupa tæki til að mæla skyggni og skýjahæð sem nauðsynlegt er að rannsaka áður en hægt er að taka afstöðu til heiðarinnar sem flugvallarstæðis. Það getur því tafið ákvarðanatöku um eitt og hálft ár. Samkvæmt nýkynntri flugvallarskýrslu er árlegur fórnarkostnaður við að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri þrír og hálfur milljarður króna. Örn Sigurðsson arkitekt situr í stjórn Samtaka um betri byggð og segir tafirnar kosta samfélagið fimm milljarða króna. Þá tölu fær hann út með því að margfalda 3,5 milljarða með 1,4 en það er u.þ.b. eitt komma fjögur ár síðan Veðurstofan hóf sínar mælingar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×