Rammíslensk fiðla í rammíslensku safni 22. ágúst 2007 14:36 Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari Sunnudaginn 26. ágúst er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar. Á þeim munu þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Fritz Kreisler. Guðný mun auk þess vígja nýja fiðlu sem smíðuð var á Íslandi af Hans Jóhannssyni fiðlusmiði. Hans Jóhannsson lærði fiðlusmíði í Englandi og hefur lagt stund á þá iðn síðan 1980. Hann starfaði 12 ár í Lúxembúrg en síðustu 10 ár hefur hann verið með verkstæði í Ingólfsstræti. Að sögn Guðnýjar er Hans orðinn þekktur fiðlusmiður á erlendri grundu og smíðar hann aðallega fyrir erlendan markað. Guðný varð sjálf mjög hrifin af fiðlu sem hann smíðaði í sumar og ákvað að eigna sér hana. Í samtali við Vísi sagðist hún alltaf geta á sig fiðlum bætt. Henni finnst einnig vel við hæfi að vígja hina rammíslensku fiðlu í Gljúfrasteini. Fiðlan góðaHans segir vandasamt verk að búa til fiðlur. Mikill tími fer í undirbúning og í að finna rétta efnið. Hann segir flest fiðlusmiði reyna að líkja eftir frægum hljóðfærum en að hann hafi í gegnum tíðina reynt að þróa eigið módel. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir er 500 krónur. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Sunnudaginn 26. ágúst er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar. Á þeim munu þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Fritz Kreisler. Guðný mun auk þess vígja nýja fiðlu sem smíðuð var á Íslandi af Hans Jóhannssyni fiðlusmiði. Hans Jóhannsson lærði fiðlusmíði í Englandi og hefur lagt stund á þá iðn síðan 1980. Hann starfaði 12 ár í Lúxembúrg en síðustu 10 ár hefur hann verið með verkstæði í Ingólfsstræti. Að sögn Guðnýjar er Hans orðinn þekktur fiðlusmiður á erlendri grundu og smíðar hann aðallega fyrir erlendan markað. Guðný varð sjálf mjög hrifin af fiðlu sem hann smíðaði í sumar og ákvað að eigna sér hana. Í samtali við Vísi sagðist hún alltaf geta á sig fiðlum bætt. Henni finnst einnig vel við hæfi að vígja hina rammíslensku fiðlu í Gljúfrasteini. Fiðlan góðaHans segir vandasamt verk að búa til fiðlur. Mikill tími fer í undirbúning og í að finna rétta efnið. Hann segir flest fiðlusmiði reyna að líkja eftir frægum hljóðfærum en að hann hafi í gegnum tíðina reynt að þróa eigið módel. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir er 500 krónur.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira