Innlent

Hallbjörn endurheimtir Skagaströnd

Hallgrímur Hjartarson
Hallgrímur Hjartarson MYND/Vísir
Hallbjörn Hjartarson kántrímeistari og útvarpsstjóri segist ánægður með að búa aftur á Skagaströnd, en það nefnist heimahreppur hans nú á ný, eftir að nafninu var breytt úr Höfðahreppi í byrjun mánaðarins.

Hallgrímur sagði í samtali við Vísi að þetta væri hið besta mál, enda hefði plássið aldrei verið kallað annað en Skagaströnd, og þetta því eðlileg nafnabreyting. Hann sagðist þó aðspurður ekki myndu semja lag um málið, enda væri hann hættur að semja tónlist. Hann rekur þó ennþá útvarp Kántríbæ, sem Skagaströnd er einmitt einna þekktust fyrir.

Nafni sveitarfélagsins Höfðahrepps var breytt 1. september og heitir það nú Sveitarfélagið Skagaströnd. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að nafnabreytingin sé gerð í framhaldi af ákvörðun hreppsnefndar Höfðahrepps 12. júní sl. sem byggðist meðal annars á skoðanakönnun á meðal íbúanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×