Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hugsa sinn gang

Sjálfstæðisflokkurinn hefur barið höfðinu í steininn í stað þess að kanna gaumgæfilega hvort raunhæft og æskilegt sé að taka upp evru hér á landi, segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Nýverið tilkynnti Straumur Burðarrás að uppgjör félagsins og hlutabréf verði skráð í Evrum og kaupþing stenfir á að gera slíkt hið sama. Það hefur vakið upp umræður um hvort Ísland eigi að íhuga að taka upp evru án þess að ganga í evrópusambandið, umræður sem eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir tveimur árum setti Valgerður Sverrisdóttir fram sömu hugmynd sem þá var tekið nokkuð fjálglega, sérstaklega af sjálfstæðisflokknum.

Hún segir það hafa verið eitt af einkennum sjálfstæðisflokksins að berja höfðinu í steininn í stað þess að kafa ofan í málið. Hún sagði flokkinn standa frammi fyrir því að hafa fjárfesta mikið í þeirri skoðun að krónan sé góð og evran sé vond og þessari stefnu og því sé erfitt fyrir þá að skipta um skoðun.

Hún segir stjórnvöld ekki lengur geta setið hjá heldur verða að skoða málið betur enda myndu allar alvöru ríkisstjórnir gera það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×