Tónlist

Góður gestur

Michael Radulescu Orgelleikari, stjórnandi og tónsmiður.
Michael Radulescu Orgelleikari, stjórnandi og tónsmiður.

Orgelsnillingurinn Michael Radulescu heldur tvenna tónleika hér á landi, þá fyrri í Langholtskirkju í kvöld en þá síðari í Hallgrímskirkju á sunnudag.

Radulescu hefur starfað sem prófessor í organleik við Tónlistarháskólann í Vínarborg frá árinu 1968 en hann er auk þess mjög flytjandi. Ferðalag hans hingað er fyrir milligöngu Kórs Langholtskirkju, Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Í kvöld leikur Radulescu barokk-efnisskrá á Noak-orgelið í Langholtskirkju og hefjast tónleikarnir kl. 20 en á sunnudaginn leikur hann Passacaglia í c-moll eftir Bach, Sálmforleikir eftir Brahms, Epiphaniai eftir Radulescu og Choral í a-moll eftir Cecar Franck.

Í næstu viku stýrir Radualescu tónleikum í Langholtskirkju þar sem fluttar verða tvær kantötur eftir Bach. Einsöngvarar verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson og Bergþór Pálsson. Kór Langholtskirkju syngur, Kammersveit Langholtskirkju leikur og konsertmeistari er Júlíana Elín Kjartansdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×