Neyðarlegt upphlaup Skjás eins 17. maí 2007 12:45 Björn Sigurðsson segist hafa farið af stað í góðri trú um að Íslendingur væri meðal þátttakenda. Sú reyndist ekki raunin. Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög neyðarlegt fyrir okkur,“ segir Björn Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Hann fékk það staðfest í fyrrinótt að enginn Íslendingur væri meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum On the Lot en fréttir þess efnis hafa birst í fjölmiðlum. Og töluverð vinna hefur verið lögð í auglýsingaherferð fyrir þáttinn, sem hefur göngu sína 23. maí. „Við höfðum fengið upplýsingar um að verið væri að skoða Íslendingana, okkur hafði verið tjáð að þetta gæti orðið að veruleika. En síðan kemur bara í ljós að við hlupum aðeins á okkur,“ útskýrir Björn. „Við vorum náttúrlega mjög bjarstýn á að þetta næðist í gegn þar sem þetta er sama fyrirtæki og framleiddi Rock Star,“ bætir hann við en þar sló Magni Ásgeirsson eftirminnilega í gegn. On the Lot er raunveruleikaþáttur í anda áðurnefnds Rock Star-þáttar en í staðinn fyrir að keppast um að komast í rokkhljómsveit berjast kvikmyndagerðarmenn um frægð og frama í Hollywood. Framleiðandi þáttanna er Mark Burnett en aðalstjarnan er enginn annar en Steven Spielberg, frægasti leikstjóri heims. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst reyndu fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn að komast í þáttinn. Þegar það kvisaðist út að Íslendingur hefði komist áfram var haft samband við þá en þeir harðneituðu allir og vísaði hver á annan. Þegar sú staða kom upp fóru að renna á Björn tvær grímur. „Ég hitti aðstandendur þáttarins í París þar sem þeir sögðu að það væri Íslendingur á lista. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri fimmtíu manna listinn sem færi í fyrsta þáttinn en skjátlaðist einfaldlega,“ útskýrir Björn og þvertekur fyrir að þetta hafi verið einhver markaðsbrella til að laða fólk að skjánum. „Við gerðum þetta samkvæmt bestu sannfæringu og góðri trú en svona getur þetta stundum verið og við erum ákaflega leið yfir þessu,“ segir Björn, sem nú þarf að fara í að breyta öllu kynningarefninu fyrir þáttinn. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög neyðarlegt fyrir okkur,“ segir Björn Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Hann fékk það staðfest í fyrrinótt að enginn Íslendingur væri meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum On the Lot en fréttir þess efnis hafa birst í fjölmiðlum. Og töluverð vinna hefur verið lögð í auglýsingaherferð fyrir þáttinn, sem hefur göngu sína 23. maí. „Við höfðum fengið upplýsingar um að verið væri að skoða Íslendingana, okkur hafði verið tjáð að þetta gæti orðið að veruleika. En síðan kemur bara í ljós að við hlupum aðeins á okkur,“ útskýrir Björn. „Við vorum náttúrlega mjög bjarstýn á að þetta næðist í gegn þar sem þetta er sama fyrirtæki og framleiddi Rock Star,“ bætir hann við en þar sló Magni Ásgeirsson eftirminnilega í gegn. On the Lot er raunveruleikaþáttur í anda áðurnefnds Rock Star-þáttar en í staðinn fyrir að keppast um að komast í rokkhljómsveit berjast kvikmyndagerðarmenn um frægð og frama í Hollywood. Framleiðandi þáttanna er Mark Burnett en aðalstjarnan er enginn annar en Steven Spielberg, frægasti leikstjóri heims. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst reyndu fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn að komast í þáttinn. Þegar það kvisaðist út að Íslendingur hefði komist áfram var haft samband við þá en þeir harðneituðu allir og vísaði hver á annan. Þegar sú staða kom upp fóru að renna á Björn tvær grímur. „Ég hitti aðstandendur þáttarins í París þar sem þeir sögðu að það væri Íslendingur á lista. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri fimmtíu manna listinn sem færi í fyrsta þáttinn en skjátlaðist einfaldlega,“ útskýrir Björn og þvertekur fyrir að þetta hafi verið einhver markaðsbrella til að laða fólk að skjánum. „Við gerðum þetta samkvæmt bestu sannfæringu og góðri trú en svona getur þetta stundum verið og við erum ákaflega leið yfir þessu,“ segir Björn, sem nú þarf að fara í að breyta öllu kynningarefninu fyrir þáttinn.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira