Innlent

Velta dagvöruverslunar jókst um 11,2% í apríl

Velta í dagvöruverslun jókst um 11,2% í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst.  Á breytilegu verðlagi nam hækkunin 8,3%. Lítil aukning varð á veltu dagvöruverslunar milli mánaðanna mars og apríl, eða 0,6%, þrátt fyrir páska í apríl.

Skýringin á því er óvenju mikla söluaukningu sem varð í mars eftir lækkun virðisaukaskatts og afnám vörugjalda tóku gildi 1. mars. Mun meiri sveiflur eru í veltu fata- og skóverslunar á milli mánaða en í dagvöru. Velta fataverslunar drógst saman um 16,8% og í skóverslun um 21,7% á milli mánaða. Samanlögð velta í þeim flokkum smásöluverslunar sem mælingar Rannsóknaseturs verslunarinnar ná til drógst saman um 3,5% á milli mars og apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×