Innlent

Íslandshreyfingin skuldar tæpar 20 milljónir

Íslandshreyfingin - lifandi land skuldar hátt í tuttugu milljónir eftir kosningabaráttu sína. Greitt var fyrir auglýsingar og leiguhúsnæði undir kosningamiðstöðvar um allt land. Samkvæmt lögum um fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda skal árlega úthluta fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sem hlotið hafa að minnsta kosti tvö og hálft prósent atkvæða í kosningum.

Fjárhæðinni verður úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Íslandshreyfingin fékk þrjú komma þrjú prósenta fylgi í nýafstöðnum kosningum. Margrét Sverrisdóttir varaformaður Íslandshreyfingarinnar segir enn ekki ljóst hversu mikið flokkurinn fái greitt en hátt í 10 manns séu í persónulegri ábyrgð fyrir skuldum flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×