Sport

40 þúsund NFL-miðar seldust á 90 mínútum

Eli Manning og félagar spila í London í haust
Eli Manning og félagar spila í London í haust NordicPhotos/GettyImages

Áhugamenn um NFL deildina voru ekki lengi að taka við sér þegar miðasala hófst á fyrsta ameríska ruðningsleikinn sem haldinn verður í London næsta haust. 40,000 miðar seldust á 90 mínútum eftir að miðasalan opnaði í gær, en aðeins var hægt að verða við óskum lítils hluta þeirra 500,000 áhugamanna sem óskuðu eftir miða.

Miami Dolphins og New York Giants verða þann 28. október fyrstu NFL-liðin til að keppa alvöru deildarleik í Evrópu. Leikurinn fer fram á nýjum og glæsilegum Wembley leikvangi og er liður í kynningarstarfsemi deildarinnar utan Bandaríkjanna. Enn á eftir að selja mikið af miðum, en gríðarlegur áhugi er á leiknum bæði í Bandaríkjunum og á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×