Körfubolti

Tímabilið í versta falli búið hjá Wade

Miami er aðeins með 50% vinningshlutfall og verður nú án síns besta leikmanns um óákveðinn tíma
Miami er aðeins með 50% vinningshlutfall og verður nú án síns besta leikmanns um óákveðinn tíma NordicPhotos/GettyImages

Dwyane Wade, besti leikmaður NBA meistara Miami Heat í körfubolta, gæti í versta falli þurft að sætta sig við að spila ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Þetta eru niðurstöður fundar hans við lækna liðsins í kvöld, en Wade fór úr axlarlið í fyrrakvöld.

Læknar liðsins gáfu Wade skýrslu sína í kvöld eftir ítarlega rannsókn og framhaldið er í höndum leikmannsins sjálfs, fjölskyldu hans og Pat Riley þjálfara og forseta félagsins. Ekki hefur verið gefið upp hverjar jákvæðustu batahorfur eru, en í fréttatilkynningu segir að einn af kostunum sem koma til greina fyrir Wade sé að fara í aðgerð á öxlinni sem þýddi að hann mætti ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni.

Það yrði gríðarlegt áfall fyrir lið Miami og nánast hægt að fullyrða að liðið ætti enga möguleika á að verja titil sinn án Wade. Hann var kjörinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í fyrra og er þriðji stigahæstir leikmaður deildarkeppninnar til þessa með 28,8 stig að meðaltali, 7,8 stoðsendingar, 5 fráköst, 2 stolna bolta og 1,2 varin skot.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×