Tími almennings er kominn 1. ágúst 2007 05:00 Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar breyttu skattkerfinu mikið á síðasta áratug. Fjármagnstekjuskatturinn lækkaði skattbyrði hátekjufólks stórlega en rýrnun skattleysismarka jók skattbyrði almennings, mest hjá þeim sem lægri tekjur höfðu. Samtímis voru barnabætur rýrðar og einnig vaxtabætur, sem skerti kjör barnafjölskyldna. Ég hef sýnt gögn um það hvernig þessar aðgerðir juku skattbyrði um 9 af hverjum 10 fjölskyldum og fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, hefur staðfest í nokkrum greinum að skattbyrði vegna tekjuskatts jókst ört. Ungir sjálfstæðismenn á sama máliUngir sjálfstæðismenn hafa tekið undir með okkur og t.d. nýlega bent á að skattbyrði almennings hafi hækkað mikið og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur þarf að vinna sífellt fleiri daga fyrir hið opinbera, segja þeir. Árið 1994 voru dagarnir 141 en voru komnir upp í 171 árið 2006 (grein þeirra er á www.andriki.is). Aukna skattbyrðin nemur að jafnaði um 30 dögum, eða einum mánaðarlaunum, samkvæmt þeirra mælikvarða.Tekjuskattar fyrirtækja voru stórlækkaðir en vegna aukinna umsvifa og betri afkomu fyrirtækja jukust tekjur af þeirri skattheimtu, úr um 0,9% af landsframleiðslu 1995 í um 1,3% árið 2004, sem er þó afar lágt miðað við OECD-ríkin. Þar eru teknir mun meiri skattar af hagnaði fyrirtækja (um 3,4% af landsframleiðslu að jafnaði 2004).Á sama tíma hækkaði tekjuskattheimta af einstaklingum hér á landi úr um 10% af landsframleiðslu í tæp 15% um leið og tekjuskattheimta í OECD-ríkjunum samanlögðum lækkaði úr 9,9% af VLF í 9,1%. Flest OECD-ríkin voru að draga úr tekjuskattheimtu á þessum tíma. Írar lækkuðu t.d. tekjuskattheimtu úr um 10% í 8,2%. Þar hefur hagvöxtur og kaupmáttaraukning verið að minnsta kosti jafn mikil og hér. Hagsældarþróun leiðir því ekki sjálfkrafa til hærri tekjuskattbyrði, eins og haldið hefur verið fram hér landi. Sú mikla aukning á heildarskattbyrði sem varð á Íslandi lenti þannig að langmestu leyti á íslenskum fjölskyldum, öðrum en þeim tekjuhæstu.Jákvæðara hjá Geir HaardeEftir að Geir Haarde varð forsætisráðherra gætti jákvæðari viðhorfa í skatta- og kjaramálum almennings. Undir lok stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru skattleysismörk hækkuð í 90.000 kr. á mánuði, barnabætur hækkaðar og kjör lífeyrisþega bætt. Betur þarf þó að gera og þyrftu skattleysismörk t.d. að fara yfir 140 þús. kr. á mánuði til að ná jafnstöðu við það sem var við upptöku staðgreiðslukerfisins 1988.Um leið og skattleysismörk væru hækkuð mættu þau hins vegar fjara út hjá fólki sem hefur hærri tekjur, til dæmis hjá þeim sem eru vel yfir meðaltekjum fjölskyldna, til að spara útgjöld ríkisins. Það myndi einnig vega upp á móti þeim miklu fríðindum sem fólk með hærri tekjur hefur af hinum lága fjármagnstekjuskatti.Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Geirs Haarde horfir nú betur fyrir almenning í landinu. Þar eru skýr loforð um kjarabætur með skattalækkunum og öðrum umbótum.Lofað er lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar; endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks; bættum hag barnafjölskyldna; betri stöðu aldraðra og öryrkja og að dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingum.Það er því rík ástæða til að ætla að nú sé tími almennings kominn og skattkjör þeirra sem áður fengu á sig aukna skattbyrði verði leiðrétt til betri vegar.Ef ríkisstjórnin stendur myndarlega við ofangreind loforð verður bætt fyrir það sem misfórst á síðasta áratug. Það væri bæði skynsamlegt og réttlátt.Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar breyttu skattkerfinu mikið á síðasta áratug. Fjármagnstekjuskatturinn lækkaði skattbyrði hátekjufólks stórlega en rýrnun skattleysismarka jók skattbyrði almennings, mest hjá þeim sem lægri tekjur höfðu. Samtímis voru barnabætur rýrðar og einnig vaxtabætur, sem skerti kjör barnafjölskyldna. Ég hef sýnt gögn um það hvernig þessar aðgerðir juku skattbyrði um 9 af hverjum 10 fjölskyldum og fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, hefur staðfest í nokkrum greinum að skattbyrði vegna tekjuskatts jókst ört. Ungir sjálfstæðismenn á sama máliUngir sjálfstæðismenn hafa tekið undir með okkur og t.d. nýlega bent á að skattbyrði almennings hafi hækkað mikið og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur þarf að vinna sífellt fleiri daga fyrir hið opinbera, segja þeir. Árið 1994 voru dagarnir 141 en voru komnir upp í 171 árið 2006 (grein þeirra er á www.andriki.is). Aukna skattbyrðin nemur að jafnaði um 30 dögum, eða einum mánaðarlaunum, samkvæmt þeirra mælikvarða.Tekjuskattar fyrirtækja voru stórlækkaðir en vegna aukinna umsvifa og betri afkomu fyrirtækja jukust tekjur af þeirri skattheimtu, úr um 0,9% af landsframleiðslu 1995 í um 1,3% árið 2004, sem er þó afar lágt miðað við OECD-ríkin. Þar eru teknir mun meiri skattar af hagnaði fyrirtækja (um 3,4% af landsframleiðslu að jafnaði 2004).Á sama tíma hækkaði tekjuskattheimta af einstaklingum hér á landi úr um 10% af landsframleiðslu í tæp 15% um leið og tekjuskattheimta í OECD-ríkjunum samanlögðum lækkaði úr 9,9% af VLF í 9,1%. Flest OECD-ríkin voru að draga úr tekjuskattheimtu á þessum tíma. Írar lækkuðu t.d. tekjuskattheimtu úr um 10% í 8,2%. Þar hefur hagvöxtur og kaupmáttaraukning verið að minnsta kosti jafn mikil og hér. Hagsældarþróun leiðir því ekki sjálfkrafa til hærri tekjuskattbyrði, eins og haldið hefur verið fram hér landi. Sú mikla aukning á heildarskattbyrði sem varð á Íslandi lenti þannig að langmestu leyti á íslenskum fjölskyldum, öðrum en þeim tekjuhæstu.Jákvæðara hjá Geir HaardeEftir að Geir Haarde varð forsætisráðherra gætti jákvæðari viðhorfa í skatta- og kjaramálum almennings. Undir lok stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru skattleysismörk hækkuð í 90.000 kr. á mánuði, barnabætur hækkaðar og kjör lífeyrisþega bætt. Betur þarf þó að gera og þyrftu skattleysismörk t.d. að fara yfir 140 þús. kr. á mánuði til að ná jafnstöðu við það sem var við upptöku staðgreiðslukerfisins 1988.Um leið og skattleysismörk væru hækkuð mættu þau hins vegar fjara út hjá fólki sem hefur hærri tekjur, til dæmis hjá þeim sem eru vel yfir meðaltekjum fjölskyldna, til að spara útgjöld ríkisins. Það myndi einnig vega upp á móti þeim miklu fríðindum sem fólk með hærri tekjur hefur af hinum lága fjármagnstekjuskatti.Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Geirs Haarde horfir nú betur fyrir almenning í landinu. Þar eru skýr loforð um kjarabætur með skattalækkunum og öðrum umbótum.Lofað er lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar; endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks; bættum hag barnafjölskyldna; betri stöðu aldraðra og öryrkja og að dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingum.Það er því rík ástæða til að ætla að nú sé tími almennings kominn og skattkjör þeirra sem áður fengu á sig aukna skattbyrði verði leiðrétt til betri vegar.Ef ríkisstjórnin stendur myndarlega við ofangreind loforð verður bætt fyrir það sem misfórst á síðasta áratug. Það væri bæði skynsamlegt og réttlátt.Höfundur er prófessor.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun