Innlent

Meira frelsi til skoðana í nýrri ríkisstjórn

Formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarliðum leyfist nú að hafa skoðanir og skýtur þannig föstum skotum að fyrri ríkisstjórrn. Stjórnarliðar hafa enda tjáð sig frjálslega mál sem einhugur er ekki um í ríkisstjórninni.

Formaður Samfylkingarinnar segir að nýir tímar séu í íslenskri pólítík á þann veg að mönnum leyfist nú að hafa skoðanir. Í ljósi þess má reikna með að stjórnarliðar í núverandi ríkisstjórn geti tjáð sig opinberlega um mál sem einhugur er ekki um í ríkisstjórn.

Þótt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi gagnrýnt ráðherra fyrir ríkisstjórnar fyrir lausatök í hagstjórn í aðdraganda síðustu kosninganna þá bar hún lof á samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í núverandi ríkisstjórn. Sá flokkur var áður erkikeppinautur Samfylkingarinnar.

Það hefur vakið nokkra athygli að þingmenn stjórnarflokkanna hafa ekki hikað við að segja skoðanir sínar umbúðalaust þótt þær stangist að einhverju marki við þær línur sem ríkisstjórnin fylgir.

Þannig gagnrýndi Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mótvægisaðgerðir ríkisttjórnarinnar á dögunum harðlega. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokks, tjáði sig um aðfinnslur Árna og sagði ummæli hans ósanngjörn og ómakleg.

Sigurður Kári Kristjánsson úr Sjálfstæðisflokki og Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar, hafa ekki verið samstíga í málum sem snerta Byggðastofnun.

Sumir stjórnmálaskýrendur hafa fullyrt að þingmenn hafi lausari taum á stjórnarheimilinu en aðrir segja að þingmeirihluti stjórnarinnar sé svo mikill að menn hiki ekki við að tjá sig um ólík mál.

Ingibjörg Sólrún sagði hinsvegar á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnar í fyrradag að með nýrri ríkisstjórn kvæði við nýjan tón í íslenskri pólitík. Friður sé kominn á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×