Innlent

Bjarni Ármanns hefur lokið NY maraþoni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni fer létt með að klára maraþon, hvort sem það er í Reykjavík eða New York.
Bjarni fer létt með að klára maraþon, hvort sem það er í Reykjavík eða New York.

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, lagði 42 kílómetra að baki í New York maraþoninu í dag.

Þessa vegalengd náði hann að hlaupa á þremur klukkustundum og tuttugu og þremur mínútum. Hlaupið var um öll fimm hverfi New York borgar.

Fimmtíu og fimm Íslendingar eru meðal þátttakenda að þessu sinni og fjöldi þekktra íslenskra athafnamanna. Þeirra á meðal eru Bjarni Ármannsson, Hannes Smárason og Magnús Ármann. Árangur Bjarna er talsvert betri en árangur Hannesar í hlaupinu en samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hlaupsins hljóp Hannes 30 kílómetra á 3 klukkustundum og 29 mínútum.

Engar upplýsingar eru gefnar upp um árangur Magnúsar Ármanns, né Þorsteins Jónssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×