Erlent

Öskutunna...James Öskutunna

Bresk yfirvöld eru farin að setja örlitlar öryggismyndavélar á öskutunnur, til þess að grípa fólk sem stundar "meiriháttar umhverfisglæpi" eins og veggjakrot og að setja öskutunnurnar út á vitlausum dögum. Hverfisstjórnin í Ealing, í vesturhluta Lundúna, er nýjasta hverfisstjórnin sem hefur keypt njósnamyndavélar í þessu skyni.

Þrjátíu aðrar stjórnir hafa áður tekið upp eftirlit með borgurunum með því að koma fyrir örlitlum njósnamyndavélum í öskutunnum, á húsveggjum eða annarsstaðar þar sem vel ber í veiði. Vegna þess hve litlar vélarnar eru, sjást þær ekki.

Vel er fylgst með breskum þegnum, því jafnvel að frátöldum öskutunnunjósnurunum er ein öryggismyndavél á hverja fjórtán íbúa í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×