Erlent

Enn barist í Pakistan

MYND/AP
Að minnsta kosti 50 manns létu lífið í átökum ættbálkahöfðingja og al-Kaída liða í norðvesturhluta Pakistan í dag. Þar með hafa nálægt 100 manns látið lífið í átökum á svæðinu undanfarna þrjá daga. Svæðið er nálægt landamærum Pakistan og Afganistan. Báðir aðilar stefna að því að koma NATO frá Afganistan en innbyrðis deilur á milli hópanna leiddu til átakanna.

Tengdar fréttir

Átök blossa upp í Pakistan

Fleiri en 50 manns hafa látið lífið í átökum stuðningsmanna al-Kaída og talibana í norðvesturhluta Pakistan. Yfirvöld í Pakistan skýrðu frá þessu í dag. Átökin hafa geisað á svæðinu síðan á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×