Erlent

Fékk ekki skilnað þrátt fyrir barsmíðar

Þýskur dómari neitaði nýverið að veita konu ættaðri frá Marokkó skilnað, þrátt fyrir að eiginmaður hennar hefði lamið hana ítrekað. Ástæðuna sagði dómarinn vera að Kóraninn leyfði barsmíðar á heimilinu. Í úrskurði sínum sagði dómarinn, sem er kvenkyns, að þar sem parið kæmi frá menningarheimi þar sem ofbeldi innan heimilisins viðgengist og væri viðurkennt, fengi konan ekki skilnað frá eiginmanni sínum.

Konan sem sótti um skilnaðinn bað þá réttinn um að skipta um dómara þar sem hann væri ekki hlutlaus í málinu. Rétturinn bað dómarann að skýra mál sitt sem þá vísaði í vers í Kóraninum. Annar dómari var þá skipaður til þess að sjá um mál konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×