Innlent

Kæru frestað

MYND/GVA

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur varð í gærkvöldi ið þeirri bón Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra að fresta því að kæra Kópavogsbæ og verktakafyrirtækið Klæðningu fyrir náttúruspjöll í Heiðmörk. Kæran verður lögð fram eftir tæpa viku, ef viðunandi niðurstaða hefur ekki náðst fyrir þann tíma, en vilji borgarstjóra er að fara samningaleiðina.

Náttúruverndarsamtök Íslands kærðu hinsvegar Kópavogsbæ til lögreglu í gær fyrir brot á skipulags- og náttúruverndarlögum og vilja að bærinn verði látinn sæta ábyrgð að lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×